Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 28. 2017 | 09:00

3 Evróputúrskylfingar fá timab. keppnisrétt á PGA Tour

Eftirfarandi atvinnukylfingar á Evrópumótaröðinni: Thomas Pieters, Tyrrell Hatton og Tommy Fleetwood hafa hlotið sérstakan tímabundinn keppnisrétt á bandaríska PGA, afganginn af 2016-2017 keppnistímabilinu sagði í fréttatilkynningu frá PGA Tour í gær.

Pieters varð T-5 þ.e. jafn öðrum í 5. sæti í WGC-Mexico Championship og því fóru FedEx Cup stig hans í 416, sem var meira en þeir 150 þátttakendur mótsins hlutu á sl. keppnistímabili og því hlaut Pieters tímabundinn keppnisrétt.

Hinn 25 ára Pieters, sem var val evrópska fyrirliðans, Clarke, í síðasta evrópska Ryder bikarsliði 2016 er nú með 441 FedEx Cup stig, samtals, en hann varð T-30 á heimsmótinu í holukeppni í Texas í síðustu viku.

Hatton og Fleetwood hljóta keppnisrétt eftir að hafa verið meðal 10 efstu á the Arnold Palmer Invitational fyrr í þessum mánuði.

Með sérstaka keppnisrétt sínum hljóta allir þrír ótakmörkuð boð styrktaraðila á mót það sem eftir er keppnistímabilsins.

Á PGA túrnum eru nú 88 alþjóðlegir kylfingar, frá 23 ríkjum utan Bandaríkjanna.