Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 27. 2017 | 09:00

Dustin Johnson heimsmeistari í holukeppni

Dustin Johnson sigraði Jon Rahm með 1 holu í úrslitaviðureigninni á WGC-Dell Technologies Match Play í Austin Country Club og tókst þar með að ná heimsmeistaramóta grand slam.

Þetta er 15. sigur DJ á ferlinum og hann festir sig með honum enn betur í toppstöðu heimslistanum.

DJ átti 5 holur á John Rahm eftir 8 holur og átti en 4 holur þegar aðeins átti eftir að spila 6 holur.

En á 13. flöt náði Jon fugli og náði að minnka muninn í 3 holur. Jon vann síðan 15.holu með öðrum fugli eftir ótrúlegt högg í gegnum tré og á 16. vann hann enn holur og því átti DJ aðeins 1 holu þegar eftir var að spila 2.

Ég sveiflaði bara eins fast og ég gat og einhvern veginn fór boltinn undir fyrsta tréð og flaug yfir það næsta og fór í gegn. Ég veit ekki hvað gerðist. Ég hugsa að annaðhvort Seve eða Guð eða báðir hafi búið til bil í trjánum og látð boltann minn fljúga í gegn.“

DJ hélt út í 2 holur og stendur uppi sem heimsmeistari í holukeppni 2017. „Mér tókst að hanga inni þarna,“ sagði hann m.a. eftir að sigurinn var í höfn!!!