Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 23. 2017 | 01:00

Jason Day dró sig úr heimsmótinu í holukeppni vegna veikinda móður

Jason Day dró sig úr WGC-Dell Technologies heimsmótinu í holukeppni vegna þess að móðir hans  Dening Day, sem greinst hefir með lungnakrabba, mun gangast undir uppskurð nk. föstudag og Jason vill vera hjá henni.

Það er virkilega erfitt bara að ímynda sér að vera á golfvellinum núna vegna þess sem hún hefir mátt þola,“ sagði Day á blaðamannafundi tárum nær.

Hann gaf upphafsviðureign sína gegn Pat Perez eftir 6 holur.

Day var búinn að missa 3 holur á því stigi.

Jason Day sagði að móður hans hefðu verið gefnir 12 mánuðir að lifa í upphafi þessa árs. Hann flutti hana frá Ástralíu til Bandaríkjanna stuttu eftir að henni var veitt þetta álit lækna í Ástralíu. N.k. föstudag munu bandarískir læknar gera tilraun til að fjarlægja æxli, sem er um 3-4 cm stórt í lunga hennar.

Vel skiljanlegt að hugurinn sé ekki alveg við golfið hjá Day í augnablikinu!!!