Jackie Pung látin 95 ára
Jacqueline “Jackie” Nolte Liwai Pung frá Waikoloa á Hawaii lést 15. mars s.l. á Life Care Center of Kona, á Hawaii.
Hún var 95 ára.
Jackie Pung fæddist 13. desember 1921 í Honululu á Hawaii. Hún spilaði fyrst golf 6 ára. Pabbi hennar, Jack Liwai, var frá Hawaii og formaður í the Hawaiian Golf Club.
Á unglingsárum sínum þótti Jackie undrabarn í golfi og spilaði í menntaskóla með piltaliði Roosevelt High School þar sem ekkert stúlknalið var í skólanum.
Pung sigraði á Hawaiian Women’s Amateur 3 ár í röð þ.e. 1937, 1938 og 1939, á unglingsárum sínum og vann titilinn aftur 1948.
Síðan sigraði Pung 1952 á U.S. Women’s Amateur í Waverly Country Club í Portland, Oregon og var útnefnd kvenkylfingur ársins af Los Angeles Times.
Pung hóf síðan keppni á LPGA, 31 árs, árið 1953 og var sú fyrsta frá Hawaíí á mótaröðinni. Hún sigraði 5 sinnum á mótaröðinni og varð í 2. sæti 14 sinnum.
Þ.á.m varð Pung í 2. sæti á Opna bandaríska risamótinu 1953 þar sem hún tapaði í 18 holu bráðabana ggn Betsy Rawls.
Pung var sleggja sem var með samsvarandi sleggjupersónuleika og dansaði hún stundum hula á golfvellinum. Hún var því mjög vinsæl meðal áhorfenda og keppinauta sinna.
En það var risamótstitill sem rann Pung úr greipum árið 1957, á Opna bandaríska á Winged Foot golfklúbbnum í Mamaroneck, N.Y., sem varð bittur minnisvarði 11 ára LPGA ferils Pung.
Svo virtist sem Pung hefði högg á Rawls og væri að vinna mótið. Hún skrifaði undir rangt skorkort þar sem sagði að hún hefði fengið par á par-5 holu þegar hún hafði í raun fengið skolla skv. skorkorti keppinautar Pung, Betty Jameson. Hún hafði gert nákvæmlega sömu mistök á skorkorti Jameson og var báðum konum vikið úr móti og ákveðið að Betsy Rawls væri sigurvegari með skor upp á samtals 7 yfir pari, 299 högg.
Í viðtali við Honolulu Advertiser árið 2003 sagði Pung að hún hugsaði ekki mikið um atvikið lengur.
„Golf er leikur reglna og ég braut reglu,“ sagði hún.
En klúbbfélagar í Winged Foot sáu aumur á Pung og létu hana fá tékka upp á $3,000 — sem á þeim tíma var $1,200 hærri tékki en Rawls fékk fyrir að vera dæmdur sigurinn.
Pung hætti á LPGA árið 1964 vegna þess að hún saknaði eiginmanns síns Barney, sem var slökkviliðsmaður og verðlaunasundkappi. Pung varð fyrsti framkvæmdastjóri golfvallar Mauna Kea Beach Hotel og síðar Waikoloa Village golfvallarins. LPGA mótaröðin útnefndi hana golfkennara ársins árið 1967.
Pung var nefnd sem sú fyrsta í golffrægðarhöll Hawaii árið 1988 og hélt áfram að kenna golf langt eftir 80 ára aldurinn, en átti í stöðugri baráttu við sykursýki.
Bók kom út um líf Jackie Pung, sjálfsævisaga árið 2005 sem heitir: „Jackie Pung: Women’s Golf Legend“ og var eftir Betty Dunn.
Útför Pung fer fram laugardaginn kl. 10:00 þann 22. apríl frá St. James Episcopal Church í Waimea, á Hawaii og fer fjölskyldan fram á að gestir mæti aloha klæðnaði (aloha attire). Blóm eru afþökkuð en þeim sem vilja minnast Pung er bent á Hospice of Kona, P.O. Box 4130, Kailua-Kona, HI 96745. Samúðarkveðjur til fjölskyldu óskast sendar til Barnette Fischer, P.O. Box 383333, Waikoloa, HI 96738.
Eftirlifandi nánustu aðstandendur Pung eru dóttir hennar Barnette (Bruce) Fischer sem býr í Waikoloa; systir Pung, Audrey Hong frá Honolulu;bróðir Pung, John Liwai frá Waikoloa; fjögur barnabörn, níu barna-barnabörn og 11 barnabarnabarnabörn og frændur og frænkur. Á undan Pung dóu eiginmaðurinn Barney Kapaakea Pung, og dóttir hennar Sonia Leilani Case.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
