Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2017 | 10:00

Tiger spurður út í aukinn skalla í spjallþætti

Að hár manna verði þynnra með hækkandi aldri eða hverfi alveg, sérstaklega hjá körlum, þannig að ekkert standi eftir nema ber skallinn er víst bara eitt af náttúrulögmálunum, sem þó í dag er hægt að sporna við og gera ýmislegt fyrir.

Á félagsmiðlunum hefir í auknum mæli verið minnst á hækkandi hársvörð og skallablett Tiger.

Spurning hvort það er ekki óviðurkvæmilegt og ókurteist að minnast á það í spjallþætti þar sem milljónir manna eru að fylgjast með?

Tiger var í einum slíkum spjallþætti núna á dögunum að kynna nýútkomna bók sína “The 1997 Masters, My Story,“

Þetta var þátturinn SportsCenter with Scott Van Pelt” og fór Van Pelt að gera grín að minnkandi hári Tiger.

Þess ber að geta að Van Pelt er nauðasköllóttur sjálfur!

Þannig sagði Van Pelt: “I’m smiling looking at the kid on the back of this book with that sensational head of hair, and I’ve been telling you bro for a long time, I am your GPS, and I just want to know, when are we just going to come home, man?” Van Pelt asked. “It’s time to come home.

Tiger virtist líða illa og dansaði í kringum umfjöllunarefnið en viðurkenndi síðan að hlutirnir hefðu breyst þegar kæmi að hári hans.

Sjá má svar Tiger (á 0:27)í annarri samsvarandi grein Business Insider, um þennan spjallþátt í  SMELLIÐ HÉR: