Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 21. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Bjarki, Gísli og Kent State luku leik í 1. sæti á Seahawk mótinu!!!

Bjarki Pétursson, GB og Gísli Sveinbergsson, GK og golflið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, Kent State luku sigruðu á Seahawk Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram í Country Club of Landfall í Wilmington Norður-Karólínu og stóð yfir dagana 19.-20. mars og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 76 frá 12 háskólum.

Gísli lék á samtals 5 undir pari, 211 höggum (70 69 72) og varð í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem er stórglæsilegt!!!

Bjarki lauk keppni T-9 á 4 yfir pari, 220 höggum (72 74 74), sem er góður topp-10 árangur!!!

Lið Kent State varð eins og segir í 1. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Seahawk Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: