Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 17:00

Bandaríska háskólgolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku leik i 9. sæti

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK, og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Drake, tóku þátt í Bradley Spring Break Invite, sem fram fór dagana 13.-14. mars 2017 í Dallas Texas og lauk í gær.

Þátttakendur voru 57 frá 10 skólum.

Í einstaklingskeppninni varð Sigurlaug Rún í 36. sæti; lék á samtals 28 yfir pari, 241 höggi (80 87 74).

Drake varð í 9. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna í Bradley Spring Break Invite með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake nefnist Bradley Spring Invitational og fer fram í Illinois dagana 1.-2. apríl 2017.