Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 15. 2017 | 07:00

Skemmdir unnar á einum lúxusgolfvalla Trump

Lítill hópur umhverfisverndarsinna skemmdi einn af lúxusgolfvöllum Bandaríkjaforseta Donald Trump, með því að rista skilaboð í garðsvörðinn nálægt 5. holu vallarins.

Hópurinn, sem kallar sjálfa sig „Anonymous Environmental Activist Collective,“ sendiThe Washington Post vídeó þar sem 4 aðilar sjást fara yfir girðingu í a video Trump National Golf Club í Rancho Palos Verdes, sem er u.þ.b. 50km suður frá miðbæ Los Angeles.

Vídeóið er 64 sekúndna og á því sjást umræddir aðilar, dökkklæddir, þar sem þeir nota garðyrkju grækjur til þess að rista 2 metra háa stafi í grasið, en skilaboðin voru: „NO MORE TIGERS. NO MORE WOODS.“

Hópurinn sendi síðan yfirlýsingu til dagblaðs eins, þar sem sagði að skemmdarverkin væru svar við „algerri lítilsvirðingu Trump við umhverfismál.

Lt. David Sprengel sem vinnur hjá Lomita lögreglunni (Lomita Sheriff’s Station) sagði í viðtali við AFP að skemmdarverkin hefði átt sér stað u.þ.b. kl. 08:30 sl. sunnudag.

Þessi Rancho Palo Verdes völlur Trump er 18 holu og talinn einn af 100 bestu golfvöllum Bandaríkjanna skv. Golf Magazine og hann er þekktur fyrir dásamlegt útsýni yfir Kyrrahafið og hefir verið upptökustaður fjölmargra kvikmynda m.a. „50 First Dates“ og  „Horrible Bosses 2.“

Á sínum tíma kostaði $264 million að leggja völlinn og hann er dýrasti golfvöllur Bandaríkjanna skv. World Golf online guide.

Yfirvöld í klúbbnum hafa ekki gefið frá sér neina yfirlýsingu vegna skemmdarverkanna.