Ragnar Már Garðarsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 12. 2017 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már lauk keppni T-27 og Aron T-37 í Texas

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og golflið þeirra The Ragin Cajuns tóku þátt í Laredo Border Olympics golfmótinu.

Mótið fór fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 10.-11. mars 2017 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 100 frá 19 háskólum.

Ragnar Már lauk keppni í T-27 í einstaklingskeppninni, lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (68 76).

Aron lauk keppni T-37, í einstaklingskeppninni, lék á 1 yfir pari, 145 höggum (74 71).

Lið þeirra Ragnars Más og Arons, The Ragin Cajuns frá Louisiana Lafayette háskóla endaði í 13. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á Laredo Border Olympics með því að SMELLA HÉR:

Næsta mót þeirra Ragnars Más og Arons fer einnig fram í Texas 20.-21. mars n.k, en það er Lone Star mótið.