Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: GSÍ
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2017 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Valdís Þóra Jónsdóttir (65/66)

Nú í dag hafa verið kynntar allar stúlkurnar sem deildu 3. sætinu á Lalla Aicha Tour School. Þann 26. desember 2016 var hafist handa við að kynna Valdísi Þóru Jónsdóttur og þar sem nú er komið að henni ef halda ætti réttri röð í kynningum á stúlkunum 66, þá verður greinin um hana bara birt að nýju.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Nú á undanförnum mánuðum hafa  þær stúlkur verið kynntar, sem hlutu fullan spilarétt en það voru efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó og eins voru næstu 36 kynntar þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 og hlutu takmarkaðan spilarétt.

Lokaúrtökumót LET er afar vandað og þátttakendur svo margir að skipta varð undanúrtökumótinu upp í 4 mót (A, B, C og D).

Alls voru 138, sem hófu keppni á undanúrtökumótunum:

A- mótið fór fram dagana 16.-19. desember 2016 í Mohammedia golfklubbnum í Marókkó og voru keppendur 64. Sigurvegari þar varð Jane Turner frá Skotlandi.

B-mótið fór fram dagana 9.-12. desember 2016 í Mohammedia golfklubbnum í Marókkó og voru keppendur 56 og þ.á.m. konan okkar, Valdís Þóra Jónsdóttir, sem varð T-10 og vann sér þar með þátttökurétt á lokaúrtökumótið. Sigurvegari í B-mótinu varð sænski kylfingurinn Madelene Sagström, en hún sigraði einnig í lokaúrtökumótinu!!!

C-mótið fór fram dagana 23.-26. nóvember 2016 í Angkor golfklubbnum í Kambódíu og voru keppendur 11. Sigurvegari í C-mótinu varð Yan Liu frá Kína.

D-mótið fór fram dagana 23.-26. nóvember 2016 í Golf Club La Pradera de Protosi í Kólombíu og voru keppendur 7. Sigurvegari í D-mótinu varð enski kylfingurinn Lauren Horseford.

Lokaúrtökumót LET fór síðan fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og spilaðir hefðbundnir 5 hringir. Lokaskor Valdísar Þóru var 15 undir pari, 345 högg (72 71 69 65 68) og silfursætið hennar! Sjá má lokastöðuna á lokaúrtökumótinu með því að SMELLA HÉR:

Eftir kynninguna í dag á aðeins eftir að kynna þá sem varð í efsta sætinu á lokaúrtökumóti LET og jafnframt þá sem efst var á lokaúrtökumóti LPGA, sem fram fór á Daytona Beach.  Verða báðir sigurvegarar úrtökumótanna kynntar sunnudaginn 12. mars 2017 og lýkur þar með kynningum á nýju stúlkunum á LET og LPGA 2017.

********************************************

Annan dag jóla var sú kynnt sem varð í 2. sætinu á lokaúrtökumóti LET, Valdís Þóra „okkar“ Jónsdóttur.

Valdís Þóra er fædd 4. desember 1989 og því nýorðin 27 ára. Valdís Þóra er yngst 4 barna Jóns Smára Svavarssonar og Pálínu Alfreðsdóttur, sem búa á Akranesi. Valdís Þóra, á 1 eldri systur, Friðmey og 2 eldri bræður. Meira og minna allir í fjölskydu Valdísar Þóru spila golf og var hún því ung dregin út á völl – átti í raun ekkert val en að byrja að spila golf. Allir, afi, amma, foreldrar Valdísar og systkini og jafnvel bræður mömmu Valdísar og einn bróðir pabba Valdísar Þóru spila öll golf. Því er óhætt að segja að Valdís Þóra sé af mikilli golfjölskyldu af Skaganum.

Valdís Þóra 16 ára ásamt afa sínum Viktor Alfreðssyni, margföldum Íslandsmeistara í golfi. Mynd: mbl.is

Valdís Þóra 16 ára ásamt afa sínum Viktor Alfreðssyni, margföldum Íslandsmeistara í golfi. Mynd: mbl.is

Valdís Þóra spilaði í fyrsta golfmótinu sínu 8 ára. en áhugann segir Valdís Þóra í eldra viðtali við Golf 1 hafi ekki vaknað fyrr en 2002 þegar hún var 13 ára á unglingamóti á Akureyri, þar sem hún tapaði fyrir Þórunni Guðmunds í bráðabana um 1. sætið, en Valdís Þóra segist þá hafa farið að æfa á fullu og hafi unnið næsta mót.

Valdís var sem barn og unglingur jafnhliða í öðrum íþróttum æfði m.a. fimleika, fótbolta, frjálsar, karate, körfubolta, skák og sund.

Árið 2004 varð Valdís Þóra Íslandsmeistari í höggleik og holukeppni í flokki 14-15 ára telpna og einnig stigameistari GSí í telpnaflokki það árið. Árið 2006 varð hún Íslandsmeistari í stúlknaflokki.

Hún var í stúlknalandsliðshóp GSÍ í tvö ár og hefir eftir það átt fast sæti í kvennalandsliðshóp Íslands. Einnig er hún margfaldur klúbbmeistari GL (m.a. árin 2005, 2011, síðast 2012) og hefir átti sæti í stúlknasveit og kvennasveit GL í sveitakeppnum GSÍ og var óslitið valin Íþróttamaður Akraness árin 2007-2010.

Af afrekum Valdísar Þóru innanlands rísa þó e.t.v. hæst Íslandsmeistaratitlar hennar í höggleik kvenna árin 2009 og 2012 og Íslandsmeistaratitill hennar í holukeppni 2010, en það ár varð hún einnig stigameistari GSÍ. Á árunum 2008-2014 sigraði hún 6 sinnum í mótum Eimskipsmótaraðarinnar, utan Íslandsmótanna.

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 - en mótið fór fram á Strandarvelli - Hellu. Mynd: Golf 1

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1

Af mörgum afrekum Valdísar Þóru erlendis er e.t.v. rétt að geta að árið 2008 varð Valdís Þóra Cyprus Open Champion í
Secret Valley Golf Club á Kýpur og sama ár varð hún einnig Faldo Series Over All Champion á Costa do Sauipe Golf Links í Brasilíu.

Árið 2012 sigraði Valdís Þóra Jónsdóttir svo á Chris Banister Gamecock Classic í Huntsville Alabama.

Á árunum 2009-2013 spilaði Valdís Þóra með Bobcats, kvennaliði Texas State í bandaríska háskólagolfinu. Sjá má afrek Valdísar Þóru í bandaríska háskólagolfinu með því að SMELLA HÉR:

Á þeim 3 árum, sem eru liðin eru frá útskrift Valdísar Þóru úr Texas State hefir hún reynt að komast inn á aðalmótaröð LET en það tókst ekki fyrr en nú í desember. Fram að því hefir Valdís Þóra spilað í 2. deild kvennagolfs í Evrópu; LET Access og oft átt góða árangra þar, t.a.m. varð Valdís Þóra T-12 á ASGI meistaramótinu í Sviss á síðasta ári.

Nú seint í sumar á árinu sem er að líða (2016) vakti Valdís Þóra athygli á því að sér hefði ekki alltaf liðið vel í bandaríska háskólagolfinu, vegna þjálfara síns þar sem hefði mismunað leikmönnum í liðinu – Sjá þarfa frásögn Valdísar Þóru þar um með því að SMELLA HÉR:

Og til þjálfaraskrattans sem var svona andstyggilegur við Valdísi: „Eat your heart out!!!“ – Hún er komin á LET!!! Og til þeirra sem standa að þjálfun: Þetta er þörf lesning um mikilvægi þess að ganga ekki svo hart að leikmönnum að ástríða þeirra fyrir leiknum sé drepin.