Golflið Elon með afmælisbarnið í miðju
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2017 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon luku leik T-6 á River Landing mótinu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, tóku þátt í River Landing Classic mótinu, sem fram fór í Wallace, N-Karólínu, dagana 9.-10. mars 2017 og lauk í gær.

Þátttakendur voru 74 frá 12 háskólum.

Gunnhildur lék á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (80 73 77) og varð T-36 af 74 keppendum.

Í liðakeppninni varð Elon T-6.

Sjá má lokastöðuna í River Landing Classic mótinu með því að SMELLA HÉR: