Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 11. 2017 | 07:00

Evróputúrinn: Chawrasia, Pepperell og og Chia efstir í hálfleik Hero Indian – Hápunktar 2. dags

Í gær var Indverjinn og heimamaðurinn S.S.P Chawrasia efstur þegar Hero Indian Open var frestað vegna myrkurs.

Snemma í morgun tókst að ljúka 2. hring og þá deildu 3 kylfingar efsta sætinu: Chawrasia, Englendingurinn Eddie Pepperell og Danny Chia frá Bandaríkjunum.

Allir hafa forystumennirnir spilað á samtals 5 undir pari, 139 höggum; Chawrasia (72 67); Pepperell (69 70) og Chia (70 69).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Hero Indian Open SMELLIÐ HÉR: 

Sjá má stöðuna á Hero Indian Open með því að SMELLA HÉR: