Ragnar Már Garðarsson, GKG, á 1. teig á glæsilokahringnum á Egils Gull mótinu þar sem Ragnar Már setti nýtt vallarmet af hvítum teigum – 62 högg!!! Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Ragnari og Aron í Texas HÉR:

Ragnar Már Garðarsson, GKG og Aron Júlíusson, GKG og golflið þeirra The Ragin Cajuns hafa hafið leik á Laredo Border Olympics golfmótinu.

Mótið fer fram í Laredo CC í Laredo, Texas, dagana 10.-12. mars 2017.

Þátttakendur eru 100 frá 19 háskólum.

Fyrsti hringur er þegar hafinn og Ragnar ofarlega á skortöflunni og Aron fyrir miðju – en margir eiga eftir að ljúka leik.

Fylgjast má með gengi Ragnars Más og Arons með því að SMELLA HÉR: