Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 10:20

Ko: „Ég myndi spila golf með Trump“

Nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna, Lydia Ko, segir að hún myndi ekki hafna boði um að spila golf með forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Nýsjálenska súperstjarnan sagði að hún fylgdist ekkert mikið með stjórnmálum, sem gerði ákvörðunina auðveldari.

Það væri heiður, held ég, að spila við forsetann,“ sagði hin 19 ára Ko, í viðtali við golf.com.

Ég veit ekki mikið um stjórnmál, þannig að ég hef ekki mikið um þau að segja.“

Trump á marga golfvelli um allan heim og Ko sagði að innlegg hans til golfsins væri jákvætt.

Það er svalt að sjá hversu mikill stuðningsmaður golfiðnaðarins hann hefir verið,“ bætti Ko við.

Þessi komment koma eins og skrattinn úr sauðaleggnum að því gefnu að undirskriftarlisti gengur á netinu þar sem fjölmargar (100.000) konur eru að vonast til að sveigja USGA og LPGA til þess að færa mótsstað Opna bandaríska kvenrisamótsins frá Trump vellinum í NJ.

Svo er ekkert of gáfulegt af Ko að vera að stíga svona í sviðsljósið að því gefnu 1) að Trump hefir ekkert boðið henni að spila við sig 2) andstöðu Trump við útlendinga, sérstaklega litaða og 3) eins vegna gagnrýninnar sem kylfingar, sem hafa spilað við Trump hafa hlotið s.s. Rory McIlroy og Ernie Els.