Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 10. 2017 | 06:38

PGA: Herman í forystu á Valspar – Hápunktar 1. dags

Það er vinur Donald Trump, Bandaríkjaforseta, Jim Herman, sem leiðir á Valspar mótinu eftir 1. dag, en Valspar er mót vikunnar á PGA Tour.

Herman lék 1. hring á 9 undir pari, 62 höggum – Á hringnum glæsilega fékk Herman 9 fugla og 9 pör!!!!

Í 2. sæti eru Russell Henley og Henrik Stenson á 7 undir pari, 64 höggum.

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Valspar Open SMELLIÐ HÉR: