Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Mynd: GÚ
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 9. 2017 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon hefja keppni í dag í N-Karólínu

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og golflið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, hefja leik í dag á River Landing Classic mótinu, sem fram fer í Wallace, N-Karólínu, dagana 9.-10. mars 2017.

Þátttakendur eru 74 frá 12 háskólum.

Gunnhildur á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (þ.e. kl. 14:00 að íslenskum tíma).

Allar eru ræstar út á sama tíma og hefst hringur Gunnhildar að þessu sinni á 11. teig.

Fylgjast má með gengi Gunnhildar og Elon með því að SMELLA HÉR: