Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2017 | 11:45

Konur sniðganga hugsanlega Opna bandaríska

Opna bandaríska kvenrisamótið 2017 á að fara fram á golfvelli í eigu Donald Trump og þúsundir bandaríska kvenna eru sagðir óánægðir með það.

Hinn nýi forseti Bandaríkjanna hefur verið stimplaður „Sexual Predator“ af fjölda kvenréttindahópum vegna fjölda skýrslna af aðgerðum hans og athugasemdum um konur.

Þess vegna hefir hópur demókrata í Öldungadeild Bandaríkjanna hvatt aðstandendur Opna bandaríska kvenrisamótsins til þess að hætta við mótið á golfvelli Trump; en mótið á að fara fram á Trump National golfklúbbnum í New Jersey í júlí nk.

Í ljósi þess sögulega hlutverks sem LPGA hefur í að auka kvenréttindi og alvarleika orða og gjörða Hr Trump  í mörg ár, viljum við hvetja ykkur til að færa mótið á stað sem ekki er í tengslum við Hr Trump „má lesa í yfirlýsingu hópsins.

Síðan þá, hefir undirskriftalisti verið í umferð á netinu og hafa 100 000 stuðningsmenn þegar skrifað undir hann.

Aðalmarkmiðið með listanum er að þrýsta á bandaríska golfsambandið (USGA) og LPGA að færa mótið á annan golfvöll.