Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 8. 2017 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór og félagar í Faulkner í 2. sæti á Faulkner Spring Inv.

Eyþór Hrafnar Ketilsson, GA, og  lið hans í bandaríska háskólagolfinu, Faulkner tóku þátt í móti þar sem Faulkner háskólinn var gestgjafi í þ.e. Faulkner Spring Invitational.

Mótið fór fram 6.-7. mars 2017 og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 50 frá 7 háskólum.

Eyþór Hrafnar lék á samtals 8 yfir pari, 152 höggum (78 74). Hann varð T-10 þ.e. deildi 10. sætinu með 2 öðrum, en lið hans Faulkner varð í 2. sæti í liðakeppninni!!!

Sjá má lokastöðuna á Faulkner Spring Invititational með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Eyþórs og Faulkner er í Sheperdsville, Kentucky, 17. mars n.k.