Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 2. 2017 | 18:00

Pro Golf: Þórður Rafn T-22 e. 1. dag í Marokkó

Þórður Rafn Gissurarson,  atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Opna Madaef 2017 mótinu, sem er hluti af  þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fer fram á Pullman El Jadida Royal golfvellinum í Casablanca, Marokkó.

Þórður Rafn lék á 3 yfir pari, 75 höggum og er T-22.

Á hringnum fékk Þórður Rafn 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba.

Þjóðverjinn Maximilian Laier er í efsta sæti á 2 undir pari, 70 höggum

Til þess að sjá stöðuna á Opna Madaef 2017 mótinu SMELLIÐ HÉR: