Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 1. 2017 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Gísli og Bjarki gerðu góða hluti á Louisiana Classics

Gísli Sveinbergsson, GK og Bjarki Pétursson, GB tóku nú nýverið þátt í Annual Louisiana Classics, sem var 1. mót vorannar hjá þeim í Kent State, Ohio.

Þátttakendur voru um 90 frá 15 háskólum.

Mótið stóð dagana 27.-28. febrúar og lauk í gær. Það fór fram í  Oakbourne CC í Lafayette, Louisiana.

Gísli lék á samtals 212 höggum (72 68 72) og náði þeim glæsilega árangri að verða í 6. sæti.

Bjarki lék á samtals 218 höggum (74 74 70) og varð í 13. sæti – Frábær árangur þetta!!!

Lið Kent State varð í 1. sæti í liðakeppninni.

Sjá má lokastöðuna á The Annual Louisiana Classics með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Gísla og Bjarka er 11.-12. mars n.k. í Suður-Karólínu.