Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Mynd: Björgvin Sigurbergsson
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2017 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá T-28 e. 1. dag á The Gold Rush

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu The Fresno State Bulldogs hófu leik í gær á The Gold Rush presented by Tantalum.

Þátttakendur eru 87 frá 14 háskólum.

Guðrún lék þennan fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er T-28.

Á 1. hring fékk Guðrún Brá 1 fugl, 12 pör og 5 skolla.  Fresno State er í 11. sæti í liðakeppninni.

Sjá má stöðuna á The Gold Rush mótinu með því að SMELLA HÉR: