Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2017 | 10:00

Angel Cabrera ásakaður um að hafa slegið fv. kærustu sína og reynt að keyra yfir hana

Tvöfaldi risamótsmeistarinn Angel Cabrera ásakaður fyrir hafa slegið og hótað fv. kærustu sinni áður en hann reyndi að keyra yfir hana á sendiferðabíl sínum í Argentínu um jólaleytið á s.l. ári

 

Angel og kærastan

Angel og kærastan

Cabrera var handtekinn og skýrsla tekin af honum fyrir að hafa valdið „minniháttar meiðslum“ hinn 21. desember s.l.

Cabrera sem sigraði á Masters 2009 og Opna bandaríska 2007 var eftir yfirheyrsluna látinn laus.

Málið er enn í rannsókn hjá argentínskum yfirvöldum og má Angel jafnvel búast við ákæru.