Golflið Elon með afmælisbarnið í miðju
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 28. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur og Elon í 11. sæti e. 2. dag og Særós Eva í einstaklingskeppninni

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu, Elon, taka þessa dagana þátt í gríðarstóru móti Edwin Watts Kiawah Island Classic.

Mótið er 3 daga (26.-28. febrúar) og lýkur í dag.

Þátttakendur eru 232 frá 43 háskólum, þar af keppa 17 sem einstaklingar þ.e. taka ekki þátt í liðakeppninni. Þeirra á meðal er Særós Eva Óskarsdóttir, GKG,  en hún keppir ekki í liðakeppninni að þessu sinni, f.h. háskóla síns Boston University.

Gunnhildur er búin að spila á samtals 159 höggum (77 82) og er T-124 í einstaklingskeppninni. Lið Elon er T-11, sem er góður árangur í ljósi þess hversu margir þátttakendurnir eru.

Særós Eva er ekki alveg að finna sig í mótinu en hún hefir spilað á 187 höggum (92 95) og er í 230. sæti í einstaklingskeppninni.

Sjá má stöðuna á Edwin Watts Kiawah Island Classic með því að SMELLA HÉR: