Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2017 | 21:00

Trump spilar tvöfalt meira golf en Obama

Donald Trump, Bandaríkjaforseti er góður kylfingur af 70 ára manni að vera.

A.m.k. skv. fjórfalda risamótameistaranum Rory McIlroy, sem nýlega tók 18 holur með nýja forsetanum.

Hann var líklega á 80 höggum,“ sagði Rory í viðtali við New York Times eftir hringinn. „Hann er ágætis kylfingur af manni á sjötugsaldri að vera.“

Trump náði ekki að spila á aldri sínum en 80 er eftir sem áður býsna gott skor … miðað við hversu rosalega busy hann hlýtur að vera.

Hann á m.a. eftir að ráða í 500 stöður, hann þarf að vinna með þinginu til þess að hrinda í framkvæmd mörgum af kosningaloforðum sínum.

Engu að  síður hefir hann varið 1/5 hluta af tíma sínum í embætti forseta Bandaríkjanna á golfvellinum.

Ef þessu heldur fram mun hann spila tvöfalt meira en Obama gerði í forsetatíð sinni, en Obama hlaut mikla gagnrýni fyrir að vera að spila of mikið golf …. m.a. af Trump, sem nú reynist helmingi verri.

14. október 2014 tvítaði Trump m.a.: „Can you believe that,with all of the problems and difficulties facing the U.S., President Obama spent the day playing golf.Worse than Carter“

(Lausleg þýðing: Trúið þið því að með öll þau vandamál og erfiðleika sem Bandaríkin standa frammi fyrir þá varði Obama deginum í að spila golf. Hann er verri en Carter.“ )

24. október 2014 tvítaði Trump: „President Obama has a major meeting on the N.Y.C. Ebola outbreak, with people flying in from all over the country, but decided to play golf!“

(„Obama forseti er með meiriháttar fund um NYC Ebola útbrotið og fólk er að fljúga inn allsstaðar að frá Bandaríkjunum, en hann ákvað að spila golf!“).

Trump hefir nú þegar varið meira en $10 milljónum af peningum skattgreiðenda í Bandaríkjunum í að spila golf í Flórída í  Mar-a-Lago þar sem hann spilaði golf og varði tíma í einum klúbba sinna.

Skv. ofangreindu má með réttu halda því fram að Trump sé hræsnari!