GKG: Fyrirlestur Valdísar Þóru vakti lukku á fjölmennum kvennafundi GKG
Það er öflugt starf hjá konunum í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar. Um s.l. helgi hittust um 80 konur úr GKG í íþróttamiðstöð klúbbsins þar sem margt var á dagskrá. Þar bar hæst fyrirlestur hjá Valdísi Þóru Jónsdóttur úr Leyni. Þar fór atvinnukylfingurinn yfir ýmis atriði sem snúa að atvinnumennskunni og sagði sögur af sjálfri sér.
Sigríður Hjaltadóttir, sem er í kvennanefnd GKG, segir í samtali við golf.is að fyrirlestur Valdísar hafi vakið mikla lukku. Í kvennanefnd GKG eru auk Sigríðar; Bryndís Ósk Jónsdóttir, Helga Björg Steingrímsdóttir, Hildur Arnardóttir, Linda B. Pétursdóttir, Sesselja M. Matthíasdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir.
„Það er margt í boði fyrir konurnar í GKG. Einu sinni í viku er fastur æfingatími í Kórnum þar sem æft er undir handleiðslu kennara og púttmót fara fram. Síðasti vetrardagur er ávallt hátíðisdagur hjá okkur og þá hittumst við á skemmtikvöldi í golfskálanum. Það kvöld hefur ávallt verið vel sótt,“ segir Sigríður en með nýrri íþróttamiðstöð GKG hafa möguleikarnir aukist hvað varðar félagsstarfið.
„Í vetur var boðið upp á jóganámskeið í íþróttamiðstöðinni, við erum með reglukvöld og fyrirlestur sem nefnist „Lesið í golfvelli“. Þegar tímabilið hefst á golfvellinum erum við með fasta rástíma fyrir konur í Mýrinni einu sinni í viku. Mótahald er einnig öflugt en við eru með innanfélagsmót og vinkvennamót með öðrum klúbbum,“ sagði Sigríður Hjaltadóttir.
Heimild: GSÍ
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
