Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 23. 2017 | 15:00

LPGA: Yang og Jutanugarn efstar e. 1. dag í Thaílandi – Hápunktar 1. dags

Það eru þær Ariya Jutanugarn og Amy Yang, sem eru efstar og jafnar eftir 1. dag Honda LPGA Thaíland mótsins sem fram fer í Chonburi, á Thaílandi.

Þær hafa báðar leikið á 6 undir pari, 66 höggum.

Þriðja sætinu deila 4 kylfingar þ.á.m. Ryann O´Toole frá Bandaríkjunum en þessar 4 eru allar 1 höggi á eftir léku á 5 undir pari, 67 höggum.

Ólafía Þórunn keppir ekki  í þessu móti á Thaílandi, en hún mætir næst til leiks í Phoenix í mars.

Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 1. dag Honda LPGA Thaíland mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Honda LPGA Thaíland mótinu SMELLIÐ HÉR: