Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2017 | 16:15

Nordic Golf League: Haraldur Franklín lék best Íslendinganna á PGA Catalunya Resort meistaramótinu

5 íslenskir kylfingar tóku þátt í móti Nordic Golf League; þeir Andri Þór Björnsson, GR; Birgir Leifur Hafþórsson, GKG; Haraldur Franklín Magnús, GR; Axel Bóasson, GK og Guðmundur Ágúst Kristjánsson; PGA Catalunya Resort Championship.

Mótið fór fram dagana 20.-21. febrúar 2017 og lauk því í gær.

Þrír fyrstnefndu kylfingarnir Andri Þór, Birgir Leifur og Haraldur Franklín komust í gegnum niðurskurð og léku lokahringinn í gær.

Af þeim stóð Haraldur Franklín sig best; lék á samtals 4 yfir pari, 218 höggum (71 71 76) og varð T-41.

Næstbestur af Íslendingunum var Birgir Leifur en hann lék á samtals 5 yfir pari, 219 höggum (70 73 76)  og varð T-46.

Andri Þór varð síðan T-48 en hann lék á 7 yfir pari, 221 höggi (72 71 78).

Sjá má lokastöðuna á PGA Catalunya Resort mótinu með því að SMELLA HÉR: