Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 22. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Aron, Ragnar Már og Louisiana Lafayette luku leik í 11. sæti

Aron Júlíusson og Ragnar Már Garðarsson og lið þeirra í bandaríska háskólagolfinu, The Ragin Cajuns, í Louisiana Lafayette luku leik á Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu.

Mótið fór fram dagana 20.-21. febrúar í í Magnolia Grove golfklúbbnum í Mobile, Alabama og lauk því í gær.

Þátttakendur voru 75 frá 15 háskólum.

Í liðakeppninni urðu the Ragin Cajuns í 11. sæti.

Aron lék á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (78 73 73) og varð T-44 í einstaklingskeppninni.

Ragnar Már lék á samtals 15 yfir pari, 231 höggi (74 81 76) og varð T-65 í einstaklingskeppninni.

Til þess að sjá lokastöðuna á  Mobile Sports Authority Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Arons og Ragnars Más er 10. mars nk. í Texas