Nýju stúlkurnar á LET: Emma Nilsson (51/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.
Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.
Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.
Nú erum við að kynna þær sem höfnuðu í 16. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 2 stúlkur sem báðar léku á 6 undir pari, 354 höggum, hvor.
Þetta eru þær Gabriella Cowley frá Englandi (70 71 69 72 72) og Emma Nilsson (72 72 71 71 68).
Gabriella Cowley hefir þegar veirð kynntog í dag er það Emma Nilsson.
Emma Nilsson fæddist í Kristianstad, Svíþjóð, 8. mars 1994 og er því 22 ára. Hún segist hafa byrjað í golfi 3 ára.
Meðal hápunkta á áhugamannsferli Emmu er eftirfarandi:
(2007-2010), Lék (og var sigursæl) á sænsku unglingamótaröðinni U16
(2010) og (2011) Tók þátt í Spanish Amateur Open
(2011) Tók þátt í Girls British Open
Spilaði í Ping Junior Solheim Cup f.h. Evrópu árið 2011
(2012) Tók þátt í European team championship f.h. Svíþjóðar.
Emma gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2014.
Það ár var hún þegar farin að spila í 2. deildinni í Evrópu LET Access. Og það ár, 2014, vann hún líka fyrstu tvo sigra sína á LET Access, fyrst á Pilsen Golf Challenge (lægsti hringur hennar þar var upp á 66 högg) og síðan á Ladies Norwegian Challenge (lægsti hringur hennar var upp á 69 högg). Hún átti líka aðra5 topp-20 árangra á LET Access.
Árið 2015 spilaði Emma á lokaúrtökumóti Lalla Aicha Tour School og varð T54. Síðasta keppnistímabil var besti árangur hennar T-6 á CreditGate Golf Series Hamburg Open og hún var með aðra 5 top-20 árangra á LET Access..
Emma býr í Åhus í Svíþjóð.
Hún segir helstu áhrifavalda sína í golfinu hafa verið Gunde Svan, Anniku Sörenstam og Jordan Spieth.
Emma segir uppáhaldskylfinga sína vera Anniku Sörenstam og Jordan Spieth og uppáhaldsgolfvöll sinn vera TPC Sawgrass.
Emma á eina systur Söruh, sem spilar sem áhugamaður með sænska landsliðinu og þær eiga sér þann draum í framtíðinni að spila saman f.h. Evrópu í Solheim Cup.
Helstu áhugamál Emmu utan golfsins eru: íþróttir almennt, stærðfræði, að ferðast, að hlusta á tónlist og vera með fjölskyldu og vinum.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
