Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2017 | 09:10

PGA: DJ sigurvegari Genesis Open – Hápunktar 4. dags

Það var hinn verðandi faðir (í 2. sinn) Dustin Johnson (eða DJ eins og hann er alltaf kallaður) sem stóð uppi sem sigurvegari á móti vikunnar á PGA, Genesis Open.

DJ lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (66 66 64 71).

Öðru sætinu deildu Belginn Thomas Pieters og bandaríski kylfingurinn Scott Brown, báðir 5 höggum á eftir DJ  á samtals 12 undir pari; Pieters (70 68 71 63) og Brown (68 68 69 67 ).

Hópur 4. kylfinga deildi síðan 4. sætinu, allir á 11 undir pari, þ.á.m. Justin Rose.

Til þess að sjá lokastöðuna á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Genesis Open SMELLIÐ HÉR: