Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 18. 2017 | 20:30

Ólafía í 23. sæti f. lokahringinn – hefur leik kl. 00:50 í nótt

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék á 71 höggi eða -2 á þriðja keppnisdeginum á ISPS Handa mótinu í Ástralíu sem er hluti af LPGA mótaröðinni. Ólafía fékk alls þrjá fugla og einn skolla á hringnum í nótt og þokaði hún sér upp í 23. sæti fyrir lokahringinn. Hún var í 35. sæti þegar keppnin var hálfnuð og fór því upp um 12 sæti.

Þetta er annað mótið á ferlinum hjá Ólafíu á sterkustu mótaröð heims og er hún fyrir ofan heimsþekkta kylfinga fyrir lokahringinn (m.a. nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Lydiu Ko!!!).

Keppni á lokahringnum hefst í kvöld en Ólafía Þórunn hefur leik kl. 00:50 aðfaranótt sunnudags. Hún verður með Austin Ernst frá Bandaríkjunum í ráshóp. Lisette Salas frá Bandaríkjunum er efst á -10.

Ólafía komst naumlega í gegnum niðurskurðinn. GR-ingurinn þurfti tvo fugla á síðustu tveimur holunum til þess að komast áfram og hún gerði það. Ólafía vippaði ofaní fyrir fugli á 18. og lék hún á 74 höggum eða +1. Samtals er hún á pari vallar en þeir keppendur sem voru á +1 eða hærra skori féllu úr keppni

Fylgjast  má með gangi mála hjá Ólafíu Þórunni á Twitter síðu GSÍ með því að SMELLA HÉR: 

Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: