Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 17. 2017 | 06:00

Nordic Golf League: Birgir Leifur lauk keppni jafn í 7. sæti

Birgir Leifur Hafsteinsson, GKG;  Andri Þór Björnsson; Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR;  Haraldur Franklín Magnús, GR; og Axel Bóasson, GK tóku allir þátt í Mediter Real Estate Masters mótinu, sem er hluti af Nordic Golf League..

Mótið fór fram dagana 14.-16. febrúar 2017 á PGA Catalunya, sem er völlur sem er Birgi Leif að góðu kunnur, því þar fara lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar fram.

Andri Þór og Axel komust ekki gegnum niðurskurð, en hinir 3 léku lokahringinn.

Af þeim lék Birgir Leifur best lauk keppni á  samtals 5 undir pari, 207 höggum (71 69 67) og deildi 7. sætinu með 3 öðrum kylfingum.

Haraldur Franklín deildi 31. sætinu með 5 öðrum kylfingum sem allir léku á 1 yfir pari, 213 höggum (70 75 68).

Guðmundur Ágúst lauk leik á 7 yfir pari, 219 höggum (71 72 76) og varð T-48.

Sjá má lokastöðuna í Mediter Real Estate Masters mótinu með því að SMELLA HÉR: