Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 15:45

GK: Stækkun hafin á golfskála Keilis

Hafið er að stækka golfskála Golfklúbbsins Keilis.

Byggt verður undir svalirnar beggja meginn og stækkar þannig veitingasalurinn umtalsvert.

Einnig stendur til að breyta afgreiðslunni í veitingasölunni.

Verður því auðveldara að hafa opið þrátt fyrir að færri veislur séu í gangi á sama tíma.

Framkvæmdalok eru áætluð með vorinu.