Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 12:00

Adam Scott ætlar að byrja árið m/stæl

Adam Scott hefur keppnistímabilið 2017 á PGA Tour á einum af uppáhaldsgolfvöllum sínum en hann tekur þátt í Genesis Open í Riviera Country Club í Kaliforníu, sem hefst í kvöld.

Scott er fyrrum sigurvegari í mótinu og hefir tvívegis landað 2. sætinu þ.á.m. á sl. ári þegar hann var aðeins 1 höggi á eftir þeim sem á titil að verja en það er Bubba Watson.

Völlurinn er þekktur undir nafninu Hogan’s Alley vegna þess að hinn mikli Ben Hogan sigraði í Opna bandaríska risamótinu á vellinu og líka tvívegis á Los Angeles Opens á vellinum á árunum 1947 til 1948.

Scott verður hins vegar að koma með besta leik sinn ætli hann að bæta við öðrum sigri við 2015 sigur sinn á vellinum.

Mjög sterka keppinauta verður við að etja en þ.á.m. eru sigurvegari s.l. viku á PGA Tour Jordan Spieth, sigurvegari Opna bandaríska 2016 Dustin Johnson og nr. 1 á heimslistanum Jason Day, sem eflaust allir ætla sér stóra hluti.