Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2017 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Eyþór Hrafnar og Faulkner luku leik í 4. sæti í Georgia

Eyþór Hrafnar Ketilsson, úr GA spilar með Faulkner í bandaríska háskólagolfinu.

Þann 13.-14. febrúar sl. tók hann þátt í fyrsta móti sínu með liðinu og gekk bara mjög vel.

Hans er m.a. getið á vefsíðu skólans þar sem fjallað er um fyrsta mót hans sem var Coastal Georgia Invite og sjá má með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fór fram á Sea Island Retreat golfvelium á St. Simmons Island og voru þátttakendur 99 frá 16 háskólum.

Eyþór Hrafnar lék á samtals 162 höggum (79 83) og varð T-52 í einstaklingskeppninni. Faulkner varð í 4. sæti af háskólaliðunum 16.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Eyþórs Hrafnar og Faulkner er í Lagoon Park á heimavelli Faulkner þann 6. mars n.k.