Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 14. 2017 | 14:00

Nýju stúlkurnar á LET 2017: Frida Gustafsson Spang (44/66)

Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.

Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.

Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar.

Nú erum við að byrja að kynna þær heppnu, sem höfnuðu í 21. sæti og hlutu fullan spilarétt á LET; en það voru 4 stúlkur sem allar léku á 4 undir pari, 356 höggum, hver.

Þetta eru þær Ana Menendez frá Mexikó (70 67 73 74 72); Lauren Taylor frá Englandi (73 76 69 65 73); Frida Gustafsson Spang frá Svíþjóð (69 72 69 71 75) og Puk Lyng Thomsen frá Danmörku (71 71 70 67 77).

Puk Lyng Thomsen frá Danmörku var kynnt í gær og í dag er það Frida Gustafsson Spang frá Svíþjóð.

Frida Gustafsson Spang fæddist 15. febrúar 1993 og verður því 24 ára á morgun.

Frida spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði East Carolina University

Hún gerðist atvinnumaður í golfi 11. októbere 2016.

Frida þykir meðal fríðustu kylfinga og er reglulega á síðum s.s. Golf Babes og má sjá eina þannig grein um hana með því að SMELLA HÉR:

Hvernig svo sem allt er þá er Frida komin með kortið sitt á LET keppnistímabilið 2017.