Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 13. 2017 | 00:01

GSG: Annel og Ævar Már sigruðu á fyrsta móti ársins Opna Febrúarmóti – Sporthúsins

Laugardaginn 11. febrúar 2017 fór fram á Kirkjubólsvelli í Sandgerði fyrsta mót ársins 2017, en það var Opna Febrúarmótið – Sporthúsins.

Þátttakendur voru 33 og luku 30 keppni.

Helstu úrslit urðu eftirfarandi:
Punktakeppni:
1.sæti – Ævar Már Finnsson 32 punktar (22 á seinni 9)
2.sæti – Ríkharður Sveinn Bragason 32 punktar (12 á seinni 9)
3. sæti. – Hannes Jóhannsson 30 punktar (11 á síðustu 6)

Höggleikur:
1.sæti – Annel Jón Þorkelsson 83 högg

Næstur holu á 2. braut:
Gerður Kristín Hammer 2,75m.
Næstur holu á 17. braut
Hinrik Stefánsson 1,81m.

Vinnigshafar geta vitjað vinninga sína upp í skála í vikunni eða haft samband í síma 894-9265 til að vitja þeirra.
Golfklúbbur Sandgerðis þakkar kærlega fyrir komuna í Febrúarmót Sporthússins.