Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 23:45

PGA: Spieth sigraði á AT&T Pebble Beach Pro Am

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á AT&T Pebble Beach Pro Am.

Hann lék samtals á 19 undir pari, 268 höggum (68 65 65 70).

Spieth átti 4 högg á þann sem næstur kom en það var bandaríski kylfingurinn Kelly Kraft en hann var sem sagt á samatals 15 undir pari, 272 höggum (69 70 66 67).

Í 3. sæti varð síðan Dustin Johnson á samtals 14 undir pari og í 4. sæti Brandt Snedeker á samtals 13 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLLA HÉR: