Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK. Mynd. Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2017 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Sigurlaug Rún og Drake luku leik í 10. sæti í Flórída

Sigurlaug Rún Jónsdóttir, GK og lið hennar í bandaríska háskólagolfinu Drake luku leik í 10. sæti á Ball State Sunshine Invite mótinu, sem var fyrsta mótið á vormótaskrá Drake.

Mótið fór fram dagana 10.-11. febrúar í St. Lucie Trail Golf Club í Port St. Lucie í Flórída og lauk því í gær.

Sigurlaug Rún lék sífellt betur með hverjum hringnum á mótinu; var á samtals 37 yfir pari, 253 höggum (86 84 83).

Í einstaklingskeppninni varð Sigurlaug Rún T-39.

Sjá má lokastöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Næsta mót Sigurlaugar Rún og Drake í bandaríska háskólagolfinu er 13. mars n.k.