Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1 Valdís Þóra: „Slæmu höggunum fer fækkandi“
„Heilt yfir var þetta gott mót og annað mótið í röð þar sem ég fæ ekki tvöfaldann skolla (double bogey). Slæmu höggunum fer því fækkandi og ég þarf að halda því áfram,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir við golf.is eftir þriðja hringinn í Ástralíu þar sem hún lék á sínu fyrsta LET móti á ferlinum. Valdís Þóra lék á -1 samtals á þremur keppnishringjum en hún komst í gegnum fyrri niðurskurðinn á mótinu og endaði í 51.-53. sæti.
„Vippin voru góð í þessu móti sem var sérstakt því ég hafði lítið getað æft þau fyrir þetta mót. Æfði bara á gervigrasi og það er jákvætt að fá þessa niðurstöðu. Ég var hinsvegar aðeins svekkt með lokahringinn því mér fannst ég geta gert betur,“
Umgjörð mótsins var skemmtileg að mati Valdísar.
„Það var áhugavert að hafa karlamót samhliða okkar móti. Ég fæ að upplifa slíkt aftur í Marokkó í apríl þar sem að Evrópumótaröð karla verður samhliða LET mótaröðinni. Mér leið vel í þessu móti, mér fannst þetta ekkert öðruvísi en önnur mót. Ég mæti bara til leiks til að spila mitt besta golf eins og í öllum öðrum mótum,“ bætti Valdís við en hún er á heimlið til Íslands þar sem hún verður við æfinga fram í mars.
„Ég fer til Spánar um miðjan mars og næsta mót verður á LET Access mótaröðinni í Frakklandi um mánaðarmótin mars/apríl. Ég vel að fara í það mót til að fá aðeins meiri keppnisreynslu fyrir næsta mót á LET í Marokkó í apríl,“ sagði Valdís Þóra Jónsdóttir.
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
