Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 11. 2017 | 08:00

PGA: Þoka frestaði leik á AT&T Pebble Beach mótinu – Spieth leiðir – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir Jordan Spieth og Derek Fathauer, sem leiða á móti PGA Tour, AT&T Pebble Beach Pro Am eftir hring föstudagsins, þegar keppni var frestað vegna þoku.

Spieth hafði lokið hring sínum og spilað á 10 undir pari 133 höggum (68 65).

Fathauer á eftir að klára leik á lokaholunni og er á sama skori og Spieth þ.e. 10 undir pari.

Sjá má hápunkta AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro Am með því að SMELLA HÉR: