Þórður Rafn
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2017 | 07:00

Pro Golf Tour: Þórður Rafn T-22 e. 1. dag í Casablanca

Þórður Rafn Gissurarson, atvinnukylfingur úr GR, tekur þátt í Open The Tony Jacklin sem er hluti af þýsku Pro Golf mótaröðinni.

Mótið fer fram á Tony Jacklin vellinum í Casablanca, Marokkó.

Þórður Rafn lék fyrsta hringinn á 3 höggum undir pari, 69 höggum; skilaði skollalausu fallegu korti með 3 fuglum og 15 pörum.

Hann er jafn 10 öðrum í 22. sæti eftir 1. dag.

Sjá má stöðuna á Open The Tony Jacklin með því að SMELLA HÉR: