Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2017 | 06:45

PGA: 3 efstir á Pebble Beach þegar leik er frestað á 1. degi vegna veðurs

Ekki tókst að ljúka 1. hring á AT&T Pebble Beach Pro-Am í gær vegna veðurs.

Þegar fjölmargir eiga eftir að ljúka leik eru Bandaríkjamennirnir Rick Lamb og Joel Dahmen ásamt Seung-Yul Noh frá Suður-Kóreu efstir; en allir léku þeir 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum.

Bandaríkjamaðurinn Mark Hubbard er sá eini af 4, sem deila 4. sætinu sem lokið hefir leik, en allir þessir fjórir eru sem stendur á 3 undir pari, þ.á.m. Jordan Spieth.

Sjá má The Takeaway frá 1. degi AT&T Pebble Beach Pro-Am með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á AT&T Pebble Beach Pro-Am með því að SMELLA HÉR: