Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 9. 2017 | 01:15

LET: Góð byrjun hjá Valdísi Þóru

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL, spilar nú í 1. LET móti sínu og var frammistaðan á 1. hringnum glæsileg.

Mótið heitir Women’s Oates Victoria Open Championship oft stytt í Oates Vic Open og fer fram á 13th Beach Golf Links í Connewarre í Victoría í Ástralíu.

Thirteenth Beach Golf Links

Thirteenth Beach Golf Links

Valdís Þóra er ein af þeim fyrstu sem lokið hefir leik; lék á 2 undir pari, 71 höggi.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 3 fugla og 1 skolla.   Þegar þetta er ritað kl. 1:00 að íslenskum tíma er Valdís Þóra í 19. sæti í mótinu, en margar eiga eftir að ljúka leik.

Í efsta sæti sem stendur er enska golfdrottingin Laura Davies, en hún átti frábæran 1. hring upp á 8 undir pari, 65 högg.

Fylgjast má með stöðunni á Oates Vic Open með því að SMELLA HÉR: