Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2017 | 17:17

Ólafía á blaðamannafundi hjá KPMG

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR er þessa stundina á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KPMG í Reykjavík, en KPMG er fyrsti stóri styrktaraðili hennar, fyrir utan Forskot.

Á fundinum fór Ólafía Þórunn yfir styrktarsamninginn og reynslu sína af fyrsta LPGA mótinu.

Kom m.a. fram að þarna þegar á fyrsta mótinu hefði Ólafía hitt 83% brauta sem er ótrúlega gott miðað við að hún er að stíga sín fyrstu skref á bestu kvenmótaröð heims, LPGA.

Aðspurð af reynslu sinni af fyrsta mótinu sagði Ólafíu hana hafa verið jákvæða; hún hefði spilað á móti Cheyenne Woods, frænku Tiger Woods, sem var skólafélagi hennar í Wake Forest háskólanum og þær hefðu bara haft það huggulegt, spjallað um gamla daga í skólanum og í raun gleymt því að þær væru að keppa í móti á LPGA.

Þriðji hringurinn hefði verið erfiðari og keppinautur hennar þar Moriya Jutunugarn einbeitt.

Aðspurð um áform sín kvaðst Ólafía stefna að því að bæta sig í hverju móti; hún ætlaði að einbeita sér að því að ná góðum árangri í fyrstu mótunum.

Ólafía mun næst keppa í Ástralíu en þangað sagðist Ólafía aldrei hafa komið og hún sagðist hlakka til – 26 tíma ferðalag framundan.

Síðasta spurning sem lögð var fyrir Ólafíu Þórunni á blaðamannafundinum var hversu stolt hún væri  að vera fyrsta konan frá Íslandi á LPGA?

Ólafía sagðist vera mjög stolt, sérstaklega af löndum sínum sem hefðu komið og fylgst með henni. Hún  sagði að við Íslendingar værum mjög sérstök – hún væri mjög stolt af því að vera Íslendingur í Bandaríkjunum.

Sjá má nokkrar myndir af fundinum hér að neðan:

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR í höfuðstöðvum KPMG á Íslandi 8. febrúar 2017. Mynd: Golf 1

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR í höfuðstöðvum KPMG á Íslandi 8. febrúar 2017. Mynd: Golf 1

Fundargestir á blaðamannafundi KPMG með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Á myndinni má m.a. sjá forseta og framkvæmdastjóra GSÍ. Mynd: Golf 1

Fundargestir á blaðamannafundi KPMG með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR. Á myndinni má m.a. sjá forseta og framkvæmdastjóra GSÍ. Mynd: Golf 1

1-a-KPMG

Fundargestir á blaðamannafundi KPMG með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Mynd: Golf 1

Fundargestir á blaðamannafundi KPMG með Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Mynd: Golf 1