Lee Westwood
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2017 | 10:00

Westwood stefnir á sigur í Malasíu

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Lee Westwood (Westy), er í ágætis skapi þar sem hann eygir nú fyrsta Evrópumótaraðartitil sinn í 3 ár á  Maybank Championship í Malasíu.

Westy hefir sigrað margoft í Austurlöndum fjær á ferli sínum; m.a. í  Japan, Macau, Suður-Kóreu, Indonesíu og Thailandi.

Hinn 43 ára Westy sigraði í Saujana Golf and Country Club fyrir 20 árum, þ.e. árið 1997 og það sem hefir verið jákvætt það sem af er árs eru góðar byrjanir hans í Abu Dhabi og Dubai.

Hreinskilningslega sagt man ég ekki mikið eftir sigrinum fyrir 20 árum,“ viðurkenndi Westy í viðtali á blaðamannafundi fyrir mótið.“

„Ég man bara eftir að vinna og hafa verið í sambandi við Saujana í 2-3- ár um miðbik 9. áratugarins. Ég tapaði í raun hér í bráðabana árið 1998 eftir sigurinn 1997, en ég vann mótið næstum 2 ár í röð.“

Ég vann hér í Malasíu fyrir 3 árum þannig að ég elska staðinn og það er næs að vera komin aftur. Ég hlakka til góðrar. Ég virðist vera að spila vel í suð-austur Asíu, Malasíu, Indónesíu, Thaílandi og þessum heitu stöðum og ég hlakka til að hefjast handa og byrja vel og enda í keppni um efsta sætið.

„Ég hef spilað vel á fyrstu mótum á þessu keppnistímabili; varð í 8. sæti í Abu Dhabi og í 23 stæi í síðustu viku.“

„Ef þú bæðir mig að benda á veikleika í leik mínum þá væri ég í vandræðum að nefna einn.2

Sömu sögu er ekki að segja um landa Westy og Masters sigurvegarann Danny Willett, sem komst ekki í gegnum niðurskurð í Abu Dhabi og varð í 54. sæti í Dubaí eftir að hafa orðið í 6. sæti í Hong Kong 2016.
Ég hef bara spilað í 3 mótum, 10 keppnishringi í golfi og sumt hefir verið gott en annað slæmt,“ sagði nr. 15 á heimslistanum (Danny Willett)