Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2017 | 08:00

LET: Valdís Þóra hefur leik í Ástralíu kl. 20:00 í kvöld

Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr GL,  hefur leik kl. 20.00 í kvöld að íslenskum tíma á fyrsta móti ársins á LET Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem Valdís Þóra leikur á LET Evrópumótaröðinni en hún er þriðja íslenska konan sem tryggir sér keppnisrétt á sterkustu mótaröð Evrópu.

Heimasíða mótsins þar sem skor keppenda er uppfært má sjá með því að SMELLA HÉR: 

Valdís er í fyrsta ráshópnum sem fer út kl. 7.00 að morgni að áströlskum tíma en staðartíminn er ellefu klukkustundum á undan þeim íslenska. Tamara Johns frá Ástralíu og Agathe Sauzon frá Frakklandi verða með Valdísi í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana.

Mótið er sérstakt og sögulegt á sama tíma þar sem að keppt er í karlaflokki á sama tíma og mótið er fram. PGA í Ástralíu er með atvinnumót fyrir karla samhliða mótinu á LET og er leikið á sömu völlunum.

Bæði kynin leika samtímis á báðum völlunum á þessu móti og það fer því karlaráshópur af stað kl. 20.10 á eftir ráshópnum hennar Valdísar. Og þannig gengur þetta fyrir sig á báðum völlunum.

Verðlaunaféð er það sama hjá körlunum og konunum, og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunféð er jafnmikið í karla – og kvennaflokki á atvinnumótaröð í golfi. Heildarverðlaunaféð er um 45 milljónir kr. á báðum mótaröðunum.

Verðlaunaféð er það sama hjá körlunum og konunum, og er þetta í fyrsta sinn sem verðlaunféð er jafnmikið í karla – og kvennaflokki á atvinnumótaröð í golfi.
Oates Vic mótið fer fram á tveimur völlum, Beach og Creek, nærri Melbourne. Þar mæta til leiks margir af bestu kylfingum heims. Keppnin hefst á fimmtudaginn og verða leiknir fjórir hringir. Lokahringirnir verða sýndir á fésbókarsíðu mótsins SJÁ MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: og einnig á heimasíðu mótsins, SJÁ MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR: 

Alls eru tíu nýliðar sem taka þátt á Oates Vic mótinu. Madelene Sagström (Svíþjóð), Jenny Haglund (Svíþjóð), Maria Parra (Spánn), Luna Sobron (Spánn), Amandeep Drall (Indland) Vani Kapoor (Indland), Celina Yuan (Ástralía), Alexandra Bonetti (Frakkland) og hin 16 ára María Stavnar  frá Noregi.