Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2017 | 10:00

Lydia Ko með nýjan þjálfara

Lydia Ko hefir nú fullkomnað teymi sitt, „Team Ko“ með ráðningu nýs þjálfara.

Hún réði þjálfara helsta andstæðings síns.

Lydia staðfesti í dag að Gary Gilchrist, frá Suður-Afríku yrði nýi þjálfari sinn, en hann þjálfar einnig tælensku golfstjörnuna Ariyu Jutanugarn.

Ko sagði í fréttatilkynningu að hún hefði unnið með Gilchrist undanfarinn mánuð og sagði að hann hefði verið eini þjálfarinn sem hún hefði unnið með síðan slitnaði upp úr samstarfi hennar við fyrrum þjálfara sinn David Leadbetter á síðasta ári.

Þessi ráðning er í raun endapunktur á röð breytinga sem Ko hefir verið að gera, en hún er líka með nýjan kylfubera, Gary Matthews, og nýjar PXG kylfur í pokanum.