Nýju stúlkurnar á LPGA 2017: Therese O´Hara (46/54)
Þann 30. nóvember – 4. desember 2016 fór fram 3. stigs mót LPGA, lokaúrtökumót um hverjar 20 myndu hljóta fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2016-2017 og hvaða keppendur hlytu takmarkaðan keppnisrétt þ.e. þær sem voru í sætum 21-45 og þær sem jafnar voru í 45. sætinu eða T-45.
155 þátttakendur voru að þessu sinni.
Næst verða þær kynntar, sem deildu 8. sætinu og hlutu kortið sitt og FULLAN keppnisrétt á LPGA, en það eru enski kylfingurinn Mel Reid (69 64 75 72 72); danski kylfingurinn Therese O´Hara (75 70 73 68 66) og kanadíski kylfingurinn Jennifer Ha (70 74 69 67 72).
Allar léku þær á samtals á 8 undir pari 352 höggum.
Mel Reid hefir þegar verið kynnt og í kvöld er það danski kylfingurinn Therese O´Hara.

Therese O´Hara
Therese Koelbaek O´Hara fæddist 1. febrúar 1988 og er því 29 ára. Hún byrjaði að spila golf 11 ára. Hún ólst upp í Gentofte í Danmörku og segir eldri bróður sinn, þjálfann hennar í heimaklúbbnum og landsliðsþjálfara Danmerkur hafa haft mest áhrif á leik sinn.
Meðal áhugamála Therese eru að verja tíma með eiginmanninum Patrick O’Hara.
Therese spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði University of Nevada, Las Vegas (UNLV), þar sem hún sigraði 4 sinnum.
Eins var hún um stund á smámótaröð Kaktustúrnum, þar sem hún á í beltinu 5 sigra.
Therese er í danska kvennalandsliðinu í golfi.
Therese reyndi fyrst fyrir sér á lokaúrtökumóti LPGA 2012 og komst í gegn 2014 í þriðju tilraun sinni og spilaði því fyrst með fullan keppnisrétt á LPGA keppnistímabilið 2015. Þar náði hún því miður aðeins að komast í gegnum 2 niðurskurði í 18 mótum sem hún tók þátt í og spilaði því að SYMETRA mótaröðinni 2016 en er nú aftur komin með FULLAN keppnisrétt á LPGA 2017. Oddaárin virðast reynast Therese vel!
Komast má á facebook síðu Therese O´Hara með því að SMELLA HÉR:
Komast má á góða vefsíðu Therese O´Hara með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
