PRETORIA, SOUTH AFRICA – Nýju stúlkurnar á LET 2017: Kiran Matharu (36/66)
Lokaúrtökumót LET fór fram á golfvöllum í Samanah og Almelkis golfklúbbana í Marokkó, dagana 17.-21. desember 2016 og voru spilaðir hefðbundnir 5 hringir.
Efstu 30 í lokaúrtökumóti LET, Lalla Aicha Q-school í Marokkó hlutu fullan og næstu 36 þ.e. þær sem höfnuðu í sætum 31-66 takmarkaðan spilarétt.
Stoltið okkar, sú sem hafnaði í 2. sæti, Valdís Þóra Jónsdóttir, hefir þegar verið kynnt en nú verður hafist handa við að kynna hinar og byrjað á þeim sem rétt sluppu inn á LET.
Nú erum við að kynna þær óheppnu, sem höfnuðu í 31. sætinu og voru alveg við það að hljóta fullan spilarétt á LET, en leika því miður allar á LET Access og hafa aðeins takmarkaðan spilarétt; þær voru allar á samtals 1 undir pari, 359 höggum, hver.
Þetta eru þær: Kiran Matharu (72 70 69 74); Bethan Popel (73 72 68 72) og Louise Larson (71 74 69 69) og hafa allar verið kynntar nema Kiran, sem kynnt verður í dag. Hún er sú síðasta sem kynnt verður sem ekki hlaut fullan spilarétt á LET, keppnistímabilið 2017.

Kiran Matharu, 2. febrúar 2017 eftir sigur á Ladies Tshwane Open á kvenmótaröð Sólskinstúrsins. Mynd: Petri Oescgher/Sunshine Tour/Gallo Images)
Kiran Matharu fæddist 27. febrúar 1989 í Leeds, Englandi og er því 27 ára.
Kiran var í Allerton Grange High School og vann sér inn 7 GCSEs. Mest áhrif á feril sinn segir hún föður sinn, Ami Matharu, hafa haft. Þjálfari hennar er Peter Tupling. Í Englandi er Kiran Matharu í Cookridge Hall golfklúbbnum í Leeds.
Kiran sigraði í síðustu viku (2. febrúar 2017) á kvenmótaröð Sólskinstúrsins suður-afríska þ.e. á Tshwane Open 2017.
Sem áhugamaður var Kiran í Faldo Series prógramminu og var Faldo Series Girls’ Champion árin 2004 og 2005. Kiran fékk fyrst tækifæri til að spila á LET í Open De España Femenino árið 2005 og sama ár varð hún í 2. sæti á Welsh Ladies Strokeplay.
Árið á eftir 2006 var hún hluti af Curtis Cup liði Breta & Íra. Hún var tilnefnd sem Sony Entertainment Asia 2006 Female Junior Sports Personality of the Year tvö ár í röð.
Kiran gerðist atvinnumaður í golfi 16. ágúst 2006 og hefir því starfað sem slíkur í 11 ár. Atvinnumaður gerðist hún eftir að hafa sigrað á English Ladies Amateur og varð í 15. sæti á fyrsta móti sínu sem atvinnumaður.
Umsókn Kiran um að fá að spila árið 2006 á LPGA var hafnað af Carolyn Bivens, þáverandi nýs framkvæmdastjóra mótaraðarinnar en Kiran varð hins vegar T-3 á lokaúrtökumóti LET og hlaut fullan keppnisrétt á LET keppnistímabilið 2007.
Kiran Matharu var aðeins 18 ára og ekki með bílpróf þegar hún sigraði á Volvo Cross Country Challenge og fékk í verðlaun glænýjan Volvo XC70 árið 2007. Hún vann bílinn á nýliðaári sínu á LET – á þessu tímabili varð hún m.a. T-4 á Finnair Masters, í 28. sæti á Scandinavian TPC hosted by Annika og T-2 á Nykredit Masters.
18 ára mátti hún taka þátt í Q-school LPGA án sérstaks samþykkis. Hún komst ekki í gegnum niðurskurð eftir 4. hring mótsins og hlaut engan spilarétt á LPGA 2008.
Kiran hefir tvívegis spilað í risamótum 2008 og 2011 í Women´s British Open en komst í hvorugt skiptið gegnum niðurskurð.
Meðal áhugamála utan golfsins er að hlusta á tónlist, sérstaklega R&B.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
